24. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. desember 2018 kl. 09:10


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:18
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:42
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:10

Guðmundur Andri Thorsson var fjarverandi. Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll.

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:46.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 21., 22. og 23. fundar voru samþykktar.

2) Staða íslenskra kvenleikstjóra og tillögur um aðgerðir í átt að jöfnuði í íslenskri kvikmyndagerð Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Laufey Guðjónsdóttir, Dögg Mósesdóttir og Ísold Uggadóttir frá félagi kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Andrés Ingi Jónsson lagði til að óskað yrði eftir að fá upplýsingar um stöðu mála er varðar kvikmyndagerð frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Það var samþykkt.

3) 222. mál - breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru Kl. 09:49
Á fund nefndarinnar kom Jón Gunnar Ásbjörnsson frá Lögmannafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Ólöf Aðalsteinsdóttir og Gunnar Þór Ásgeirsson frá Fjármálaeftirlitinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 25. mál - breyting á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar kom Indriði B. Ármannsson frá Þjóðskrá Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Ingvar J. Rögnvaldsson og Ævar Ísberg frá ríkisskattstjóra og Agla K. Smith og Sólveig Hjaltadóttir frá Tryggingastofnun ríkisins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Kynning á starfi Landssamtaka íslenskra stúdenta og þróun mála hjá háskólastúdentum Kl. 11:30
Á fund nefndarinnar komu Elsa María Guðlaugs- og Drífudóttir og Teitur Erlingsson frá Landssamtökum íslenskra stúdenta. Gestir kynntu starf samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 11:27
Tillaga um að senda málið til umsagnar með fresti til 11. janúar nk. var samþykkt.

Tillaga um að Andrés Ingi Jónsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 415. mál - Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara Kl. 11:27
Dagskrárlið frestað.

8) Önnur mál Kl. 11:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:57