25. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. desember 2018 kl. 09:03


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:03
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:03
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:03
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:03
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:03
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:03

Andrés Ingi Jónsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Anna Kolbrún Árnadóttir og Birgir Ármannasson viku af fundi kl. 11:55.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

2) 68. mál - þinglýsingalög o.fl. Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Guðmundur Bjarni Ragnarsson frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

3) 222. mál - breyting á ýmsum lögum vegna afnáms ákvæða um uppreist æru Kl. 10:16
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Ragna Bjarnadóttir og Inga Þórey Óskarsdóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

4) 221. mál - útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir, Vera Dögg Guðmundsdóttir, Berglind Bára Sigurjónsdóttir og Margrét Kristín Pálsdóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

5) 176. mál - stuðningur við útgáfu bóka á íslensku Kl. 10:38
Á fund nefndarinnar komu Karitas H. Gunnarsdóttir og Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Hlynur Ingason og Elín Guðjónsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

6) 26. mál - nálgunarbann og brottvísun af heimili Kl. 11:27
Á fund nefndarinnar komu Elín Einarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og Nichole Leigh Mosty frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu Ragna Bjarnadóttir frá dómsmálaráðuneyti, Sigríður J. Friðjónsdóttir frá ríkissaksóknara og Hulda Elsa Björgvinsdóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) 415. mál - Höfðaborgarsamningurinn um alþjóðleg tryggingarréttindi í hreyfanlegum búnaði og bókun um búnað loftfara Kl. 11:47
Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 11:56
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00