47. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. mars 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:17
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Steinunn Þóra Árnadóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 46. fundar var samþykkt.

2) 417. mál - samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Inga Huld Ármann, Eiður Axelsson Welding og Vigdís Sóley Vignisdóttir frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og Guðríður Bolladóttir frá umboðsmanni barna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 409. mál - áætlun fyrir árin 2019--2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar komu Inga Huld Ármann, Eiður Axelsson Welding og Vigdís Sóley Vignisdóttir frá ráðgjafarhópi umboðsmanns barna og Guðríður Bolladóttir frá umboðsmanni barna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 543. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 9. mál - mannanöfn Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar komu Fanney Óskarsdóttir og Berglind Bára Sigurjónsdóttir frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Rán Ingvarsdóttir og Ingibjörg Ruth Gulin frá forsætisráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 10:58
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:58