61. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. maí 2019 kl. 15:10


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:14
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 15:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:10
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 16:22
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:10
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:10

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerð 60. fundar var samþykkt.

2) 767. mál - samtök um evrópska rannsóknarinnviði (ERIC) Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar komu Guðbjörg Andrea Jónsdóttir frá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, Ragnheiður Hulda Proppé frá Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og Guðrún Nordal frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Sigurður Guðjónsson og Sóley Morthens frá Hafrannsóknarstofnun, Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Hrafnhildur Valdimarsdóttir og Kristín S. Vogfjörð frá Veðurstofu Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 779. mál - vandaðir starfshættir í vísindum Kl. 15:40
Á fund nefndarinnar kom Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom jafnframt Guðrún Nordal frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Sunna Snædal og Rögnvaldur G. Gunnarsson frá Vísindasiðanefnd. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 783. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 16:20
Á fund nefndarinnar komu Þórir Guðmundsson og Kolbeinn Tumi Daðason frá fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 17:00
Á fund nefndarinnar komu einnig Sigríður Friðjónsdóttir frá ríkissaksóknara og Björn Þorvaldsson frá héraðssaksóknara. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 799. mál - sameiginleg umsýsla höfundarréttar Kl. 17:20
Á fund nefndarinnar kom Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson frá STEF sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 797. mál - höfundalög Kl. 17:38
Á fund nefndarinnar kom Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið.

7) 9. mál - mannanöfn Kl. 17:44
Nefndin ræddi málið.

8) 184. mál - endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi Kl. 17:47
Andrés Ingi Jónsson lagði til að málið yrði sett á dagskrá nefndarinnar.

9) 56. mál - starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja Kl. 17:47
Andrés Ingi Jónsson, framsögumaður málsins, lagði til að málið yrði sett á dagskrá nefndarinnar.

10) Önnur mál Kl. 17:48
Hlé var gert á fundi kl. 16:32-17:00.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:48