62. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. maí 2019 kl. 09:08


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:08
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:08
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 09:08
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:08
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:08
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:08
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:08
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:08
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:08

Jón Steindór Valdimarsson vék af fundi kl. 11:15. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 12:00. Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 12:03.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Dagskrárlið frestað.

2) 752. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 09:08
Á fund nefndarinnar komu Kristín María Björnsdóttir frá Intersex Ísland, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og María Helga Guðmundsdóttir frá Samtökunum ´78 og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir frá Trans Ísland. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Anna Lúðvíksdóttir, Björg María Oddsdóttir og Hera Sigurðardóttir frá Amnesty International, Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum og Stella Hallsdóttir frá umboðsmanni barna. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu jafnframt Erla Kristín Árnadóttir og Guðrún Edda Guðmundsdóttir frá Fangelsismálastofnun ríkisins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá átti nefndin símafund með Katrínu Björg Ríkharðsdóttur og Jóni Fannari Kolbeinssyni frá Jafnréttisstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu enn fremur Alma D. Möller og Lilja Rún Sigurðardóttir frá embætti landlæknis. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess komu á fund nefndarinnar Ragnar Bjarnason og Ragna Kristmundsdóttir frá kvenna- og barnasviði Landspítalans, Elsa Bára Traustadóttir, Tómas Þór Ágústsson, Halla Fróðadóttir, Andrea Baldursdóttir og Linda Björk Markúsardóttir frá transteymi Landspítalans og Ásdís Eyþórsdóttir frá transteymi BUGL. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þar að auki komu á fund nefndarinnar Halldóra Gunnarsdóttir og Valgerður Jónsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum komu á fund nefndarinnar Inga Helga Sveinsdóttir, Steinunn Skúladóttir og Björg Finnbogadóttir frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:11
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:11