67. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. maí 2019 kl. 09:05


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Halla Gunnarsdóttir (HallaG), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:08

Páll Magnússon boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 66. fundar var samþykkt.

2) 783. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Rakel Þorbergsdóttir og Heiðar Örn Sigurfinnsson frá fréttastofu RÚV. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom Alda Hrönn Jóhannesdóttir frá lögreglunni á Suðurnesjum sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 772. mál - skráning einstaklinga Kl. 09:47
Á fund nefndarinnar kom Eyrún Guðmundsdóttir frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom jafnframt Heiðrún Björk Gísladóttir frá Samtökum atvinnulífsins, en einnig fyrir hönd Samtaka iðnaðarins og Samtaka fjármálafyrirtækja, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá kom á fund nefndarinnar Vigdís Häsler frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi kl. 10:20-10:35.

Á fund nefndarinnar komu enn fremur Ragna Haraldsdóttir og Halldóra Jóhannesdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess kom á fund nefndarinnar Hrafnhildur Arnkelsdóttir frá Hagstofu Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Kl. 11:07
Að lokum komu á fund nefndarinnar Margrét Hauksdóttir, Inga Helga Sveinsdóttir og Björg Finnbogadóttir frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 797. mál - höfundalög Kl. 11:00
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu, þar af Helgi Hrafn Gunnarsson með fyrirvara. Páll Magnússon skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

5) Önnur mál Kl. 11:05
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:43