71. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, föstudaginn 31. maí 2019
kl. 09:02
Mættir:
Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:02Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:02
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:02
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:02
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:02
Birgir Ármannsson var fjarverandi.
Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 70. fundar var samþykkt.
2) 555. mál - vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi Kl. 09:03
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.
Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Jón Steindór Valdimarsson og Líneik Anna Sævarsdóttir. Birgir Ármannsson skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
3) 549. mál - helgidagafriður og 40 stunda vinnuvika Kl. 09:05
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.
Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu, þar af Andrés Ingi Jónsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Jón Steindór Valdimarsson með fyrirvara. Birgir Ármannsson skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
4) 783. mál - meðferð einkamála o.fl. Kl. 09:07
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.
Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Andrés Ingi Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir, Álfheiður Ingadóttir og Líneik Anna Sævarsdóttir. Birgir Ármannsson skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
Guðmundur Andri Thorsson og Jón Steindór Valdimarsson boðuðu að þeir myndu skila séráliti.
5) 798. mál - lýðskólar Kl. 09:09
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.
Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu. Birgir Ármannsson skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
6) 779. mál - vandaðir starfshættir í vísindum Kl. 09:10
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.
Allir viðstaddir nefndarmenn standa saman að nefndaráliti með breytingartillögu. Birgir Ármannsson skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
7) Önnur mál Kl. 09:10
Helgi Hrafn Gunnarsson óskaði eftir að embætti ríkislögreglustjóra kæmi á fund nefndarinnar til að fjalla um áhættumatsskýrslu greiningardeildar um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi. Það var samþykkt.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 09:16