3. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 26. september 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:20
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00

Þórarinn Ingi Pétursson boðaði forföll.
Guðmundur Andri Thorsson vék af fundi kl. 09:57.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 1. fundar samþykkt.
Fundargerð 2. fundar (ferð) samþykkt.
Frásögn ferðar samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá mennta- og menningarmálaráðherra Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Agnes Guðjónsdóttir, lögfræðingur og Jón Vilberg Guðjónsson skrifstofustjóri. Kynnti ráðherra þingmálaskrá sína og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 7. mál - sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu Kl. 09:50
Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.
Tillaga um að Helgi Hrafn Gunnarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

4) 101. mál - skráning einstaklinga Kl. 09:52
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.
Tillaga um að Þórarinn Ingi Pétursson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 16. mál - grunnskólar Kl. 09:53
Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.
Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 24. mál - betrun fanga Kl. 09:54
Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.
Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 115. mál - útlendingar Kl. 09:54
Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 09:55
Helgi Hrafn Gunnarsson lagði til að fjalla um breytingar á málum um ríkisborgararétt. Frestað.
Helgi Hrafn Gunnarsson lagði til að fjalla um málefni barna sem er brottvísað. Frestað.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18