8. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 09:00

Birgir Ármannsson boðaði forföll.
Helgi Hrafn Gunnarsson boðaði forföll.
Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) 101. mál - skráning einstaklinga Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu frá Ríkisskattstjóra Helga Valborg Steinarsdóttir verkefnisstjóri og Ævar Ísberg starfsmaður embættisins. Þau gerðu grein fyrir umsögn ríkisskattstjóra og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu frá Þjóðskrá Íslands Margrét Hauksdóttir forstjóri, Björg Finnbogadóttir lögfræðingur og Inga Helga Sveinsdóttir lögfræðingur. Þær gerðu grein fyrir umsögn Þjóðskrár Íslands og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:57