10. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:35
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 09:00

Birgir Ármannsson boðaði seinkun.
Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi 09:02.
Jón Steindór Valdimarsson boðaði forföll.
Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

2) 115. mál - útlendingar Kl. 09:02
Á fund nefndarinnar mættu frá Rauða krossi Íslands Guðríður Lára Þrastardóttir og Anna Finnbogadóttir lögfræðingar. Þær gerðu grein fyrir umsögn RKÍ og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu frá Útlendingastofnun Þorsteinn Gunnarsson, settur forstjóri stofnunarinnar og Íris Kristinsdóttir, lögfræðingur og verkefnastjóri. Þau gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu frá Barnaheillum og Stúdentaráði Háskóla Íslands Birkir Már Árnason, stjórnarmaður hjá Barnaheillum og Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Þau gerðu grein fyrir umsögnum samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti frá Barnaverndarstofu Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri stofnunarinnar. Hún gerði grein fyrir umsögn Barnaverndarstofu og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 252. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 10:13
Tillaga um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

4) 276. mál - sviðslistir Kl. 10:14
Tillaga um að Hjálmar Bogi Hafliðason, eða í hans fjarveru Þórarinn Ingi Pétursson, verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

5) 230. mál - grunnskólar Kl. 10:15
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

6) 127. mál - stefnumótun og framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Suðurnesjum Kl. 10:15
Tillaga um að Hjálmar Bogi Hafliðason, og í hans fjarveru Þórarinn Ingi Pétursson, var samþykkt.

Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15