9. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 09:00

Andrés Ingi Jónsson boðaði forföll.
Helgi Hrafn Gunnarsson boðaði forföll.
Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) 101. mál - skráning einstaklinga Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mætti frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Vigdís Häsler, lögfræðingur. Hún gerði grein fyrir umsögn sambandsins og svaraði spurningum nefndarinnar.

Á fund nefndarinnar mætti frá samtökum atvinnulífsins Heiðrún Björk Gísladóttir, verkefnastjóri. Hún gerði grein fyrir umsögn samtaka atvinnulífsins, samtaka iðnaðarins og samtaka fjármálafyrirtækja og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu frá Hagstofu Íslands Hrafnhildur Arnkelsdóttir, sviðsstjóri Félagsmálasviðs og Anton Örn Karlsson, deildarstjóri deildar um atvinnu, lífskjör og mannfjölda. Þau gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu frá Persónuvernd Helga Þórhallsdóttir, verkefnisstjóri og Steinunn Birna Magnúsdóttir, lögfræðingur. Þær gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 165. mál - markviss fræðsla um kynjafræði, kynfrelsi, sjálfsákvörðunarrétt og þýðingu samþykkis í kynferðislegum samskiptum Kl. 10:25
Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 10:27
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:27