12. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 09:05


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:12
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:05

Andrés Ingi Jónsson boðaði forföll.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir boðaði forföll.
Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll.
Guðmundur Andri Thorsson boðaði forföll.
Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Dagskrárlið frestað.

2) 101. mál - skráning einstaklinga Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mætti Skúli Þór Gunnsteinsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Hann gerði grein fyrir afstöðu ráðuneytisins til fyrirliggjandi umsagna og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 85. mál - greiðsla ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota Kl. 09:35
Ákvörðun um framsögumann máls frestað.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 09:24
Samþykkt að Páll Magnússon, Helgi Hrafn Gunnarsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skipi undirnefnd sem fjalli um umsóknir um ríkisborgararétt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40