15. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. nóvember 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:15
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir boðaði forföll.
Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 329. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 09:00
Tillaga um að Þórarinn Ingi Pétursson verði framsögumaður var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

3) 317. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 09:02
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, með fyrivara um samþykki, var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

4) 330. mál - breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 09:03
Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

5) 331. mál - samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 09:03
Tillaga um að páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

6) 68. mál - lögreglulög Kl. 09:04
Tillaga um að Anna Kolbrún Árnadóttir, með fyrirvara um samþykki, verði framsögumaður málsin var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

7) 100. mál - meðferð einkamála Kl. 09:04
Tillaga um að Helgi Hrafn Gunnarsson verði framsögumaður málsin var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

8) 321. mál - hjúskaparlög Kl. 09:05
Tillaga um að Jón Steindór Valdimarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

9) 102. mál - framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020--2023 Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mætti símleiðis Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur, frá Jafnréttisstofu. Hann gerði grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Hún gerði grein fyrir umsögn bandalagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu frá Kennarasambandi Íslands Sigrún Birna Björnsdóttir, sérfræðingur í vinnuumhverfis- og jafnréttismálum og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, forkona Jafnréttisnefndar KÍ og kennslukona í framhaldsskóla. Þær gerðu grein fyrir umsögn KÍ og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti Heiðrún Björk Gísladóttir, lögfræðingur, frá Samtökum atvinnulífsins. Hún gerði grein fyrir umsögn samtakanna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti Dofri Hermannsson formaður Félags um foreldrajafnrétti. Hann gerði grein fyrir umsögn félagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mætti Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur, frá BSRB. Hún gerði grein fyrir umsögn samtakanna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs, og Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þeir gerðu grein fyrir umsókn sambandsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs og Hanna Ragnarsdóttir, prófessor og formaður jafnréttisnefndar frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Þær gerðu grein fyrir umsögn menntavísindasviðs og svöruðu spurningum nefndarinnar.

Á fund nefndarinnar mætti Daníel E. Arnarson, framkvæmdarstjóri, frá Samtökunum 78. Hann gerði grein fyrir umsögn samtakanna og svaraði spurningum nefndarmanna.

10) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05