20. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. nóvember 2019 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:10
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir boðaði forföll.
Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 09:50.
Andrés Ingi Jónsson vék af fundi kl. 10:10.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) 278. mál - bætur vegna ærumeiðinga Kl. 09:05
Bryndís Helgadóttir, skrifstofustjóri og Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson, lögfræðingur mættu á fund nefndarinnar frá dómsmálaráðuneyti. Þau kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 115. mál - útlendingar Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar mættu Berglind Bára Sigurjónsdóttir, skrifstofustjóri, Gunnlaugur Geirsson, lögfræðingur og Hanna Rún Sverrisdóttir, lögfræðingur, frá dómsmálaráðuneyti. Þau gerðu grein fyrir afstöðu ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 276. mál - sviðslistir Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu frá Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa, Orri Huginn Ágústsson formaður og Friðrik Friðriksson framkvæmdastjóri. Þeir gerðu grein fyrir umsögn bandalagsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Frá Bandalagi íslenskra leikfélaga mætti Hörður Sigurðarson framkvæmdastjóri. Hann gerði grein fyrir umsögn bandalagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Erling Jóhannesson forseti Bandalags íslenskra listamanna. Hann gerði grein fyrir umsögn bandalagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Staða mála Kl. 09:00
Dagskrárlið var frestað.

6) 371. mál - þinglýsingalög og skráning og mat fasteigna Kl. 10:55
Tillaga þess efnis að Páll Magnússon yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

7) 362. mál - vernd uppljóstrara Kl. 10:58
Tillaga um að Andrés Ingi Jónsson eða Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00