21. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. nóvember 2019 kl. 15:05


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:50
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:05

Anna Kolbrún Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerð 20. fundar var samþykkt.

2) 252. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 15:05
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri á Suðurnesjunum, mætti á fund nefndarinnar og gerði grein fyrir umsögn embættisins auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu jafnframt Vilborg Sif Valdimarsdóttir og Vera Dögg Guðmundsdóttir lögfræðingar frá Útlendingastofnun. Þær gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Frá Þjóðskrá Íslands mættu Inga Helga Sveinsdóttir, lögfræðingur og Soffía Svanhildar Felixdóttir, sérfræðingur. Þær gerðu grein fyrir umsögn þjóðskrár og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 278. mál - bætur vegna ærumeiðinga Kl. 16:05
Á fund nefndarinnar mættu Anna Jóhannsdóttir og Pétur Gunnar Thorsteinsson frá Utanríkisráðuneytinu. Þau gerðu grein fyrir afstöðu ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti á fund nefndarinnar Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Hún gerði grein fyrir umsögn nefndarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Staða mála Kl. 15:30
Nefndin fjallaði um stöðu mála í nefndinni.

5) Önnur mál Kl. 15:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:50