30. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 6. desember 2019 kl. 13:10


Mættir:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 13:10
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 13:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 13:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:10

Páll Magnússon boðaði forföll.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 14:35.
Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 16:00.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:10
Fundargerð 29. fundar var samþykkt.

2) 371. mál - þinglýsingalög og skráning og mat fasteigna Kl. 13:10
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa allir viðstaddir nefndarmenn. Páll Magnússon skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefndar Alþingis.

3) 102. mál - framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020--2023 Kl. 13:15
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa allir viðstaddir nefndarmenn. Páll Magnússon skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefndar Alþingis.

4) 329. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 13:15
Á fund nefndarinnar mættu frá Sambandi íslenskra námsmanna erlendis Hjördís Jónsdóttir og Jón Gunnar Þórarinsson. Þau gerðu grein fyrir umsögn SÍNE og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Frá ríkisskattstjóra mættu Edda Símonardóttir og Ingvar J. Rögnvaldsson. Þau gerðu grein fyrir umsögn embættisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu enn fremur Vigdís Häsler og Þórður Kristjánsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þau gerðu grein fyrir umsögn sambandsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar komu einnig Tryggvi Másson frá samtökum atvinnulífsins og Ísak Einar Rúnarsson frá Viðskiptaráði Íslands. Þeir gerðu grein fyrir sameiginlegri umsögn og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Sigrún Jónsdóttir og Hjördís Sveinsdóttir frá Landssamtökum íslenskra stúdenta. Þær gerðu grein fyrir umsögn LÍS og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Jafnframt mættu á fund nefndarinnar Ester Björg Valdimarsdóttir og Hildur Björgvinsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Þær gerðu grein fyrir umsögn SÍF og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Þórunn Sveinbjarnardóttir, Erna Guðmundsdóttir og Georg Brynjarsson frá Bandalagi háskólamanna. Þau gerðu grein fyrir umsögn BHM og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 24. mál - betrun fanga Kl. 16:00
Á fund nefndarinnar mættu frá dómsmálaráðuneyti Bryndís Helgadóttir og Kristín Einarsdóttir. Þær gerðu grein fyrir afstöðu ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál Kl. 16:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:20