28. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, þriðjudaginn 3. desember 2019 kl. 18:35


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 18:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 18:35
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 18:35
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 18:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 18:35
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 18:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 18:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Þórarin Inga Pétursson (ÞórP), kl. 18:35

Andrés Ingi Jónsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) 183. mál - heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 Kl. 18:35
183. máli var vísað til nefndarinnar við 3. umræðu. Á fund nefndarinnar mætti Andri Árnason settur ríkislögmaður og Páll Þórhallsson frá forsætisráðuneyti tók þátt símleiðis. Þeir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Tillaga um afgreiðslu málsins frá nefndinni án nefndarálits var samþykkt.

2) Önnur mál Kl. 19:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:00