29. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. desember 2019 kl. 09:10


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:10
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 10:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:25
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:10

Guðmundur Andri Thorsson boðaði forföll.
Anna Kolbrún Árnadóttir og Birgir Ármannsson boðuðu seinkun.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 27. og 28. fundar voru samþykktar.

2) 276. mál - sviðslistir Kl. 09:10
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögu.

3) 330. mál - breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar mættu Þórunn Anna Árnadóttir og Matthildur Sveinsdóttir frá Neytendastofu. Þær gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu frá Fjármálaeftirliti á fund nefndarinnar Inga Dröfn Benediktsdóttir og Sigurður Guðmundsson. Þau gerðu grein fyrir umsögn FME og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 331. mál - samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um 330. og 331. mál á sama tíma.

5) 317. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar mættu Þorsteinn Magnússon, Ása Ólafsdóttir og Erna Erlingsdóttir frá Óbyggðarnefnd. Þau gerðu grein fyrir umsögn nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarinnar.

Jafnframt mættu frá Landssamtökum landeigenda Óskar Magnússon og Sigurður Jónsson. Þeir gerðu grein fyrir umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá kom á fund nefndarinnar Bjarni M. Jónsson frá Samtökum eigenda sjávarjarða og gerði grein fyrir umsögn samtakanna auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

Enn fremur mætti á fund nefndarinnar Víðir Smári Petersen hrl. Hann gerði grein fyrir umsögn sinni og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) 24. mál - betrun fanga Kl. 11:25
Á fund nefndarinnar mætti Þráinn Farestveit frá Vernd. Hann gerði grein fyrir umsögn Verndar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Guðmundur Ingi Þóroddsson frá Afstöðu, félagi fanga, mætti á fund nefndarinnar, gerði grein fyrir umsögn félagsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05