31. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. desember 2019 kl. 09:05


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:05

Birgir Ármannsson boðaði forföll.
Steinunn Þóra Árnadóttir var fjarverandi sökum annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

2) Breyting á lögum um kynrænt sjálfræði Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Kristel Finnbogadóttir Flygenring frá forsætisráðuneyti. Þær gerðu grein fyrir afstöðu ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Inga Helga Sveinsdóttir og Björg Finnbogadóttir frá Þjóðskrá Íslands. Þær gerðu grein fyrir afstöðu ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 24. mál - betrun fanga Kl. 10:10
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa allir viðstaddir nefndarmenn. Birgir Ármannsson og Steinunn Þóra Árnadóttir skrifa undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18.gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20