38. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl. 15:10


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:10
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:10
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 15:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:10

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Fundargerð 37. fundar var samþykkt.

2) 329. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 15:15
Á fund nefndarinnar mættu Róbert H. Haraldsson, Gísli Fannberg og Sigurður Jóhannesson frá Háskóla Íslands. Þeir gerðu grein fyrir umsögn HÍ og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Enn fremur mættu Agnes Guðjónsdóttir, Brynja Stephanie Swan, Hafþór Einarsson og Jóhann Þorvarðarson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 389. mál - viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi Kl. 16:10
Á fund nefndarinnar mætti Jón Vilberg Guðjónsson frá mennta- og menningarmálaráðuneyti. Hann kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 252. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 16:20
Umfjöllun frestað.

5) 278. mál - bætur vegna ærumeiðinga Kl. 16:20
Umfjöllun frestað.

6) 317. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 16:20
Umfjöllun frestað.

7) Önnur mál Kl. 16:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:20