40. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. janúar 2020 kl. 09:05


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:15
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:20
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:15

Steinunn Þóra Árnadóttir stýrði fundi í fjarveru formanns.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

2) 389. mál - viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Björg Ásta Þórðardóttir og Kristján Daníel Sigurbergsson frá Samtökum iðnaðarins. Þau gerðu grein fyrir umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 458. mál - fjölmiðlar Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mættu Jón Vilberg Guðjónsson, Þorgeir Ólafsson og Rakel Birna Þorsteinsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þau kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Frá Blaðamannafélagi Íslands mætti Hjálmar Jónsson og gerði grein fyrir umsögn félagsins auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

4) 430. mál - skaðabótalög Kl. 10:20
Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

Ákvörðun um framsögumann frestað.

5) 55. mál - menningarsalur Suðurlands Kl. 10:20
Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 306. mál - fjögurra ára áætlun um ýmis mál til hagsbóta fyrir neytendur árin 2021--2024 Kl. 10:20
Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 470. mál - dómstólar o.fl. Kl. 10:20
Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 10:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25