39. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. janúar 2020 kl. 09:25


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:25
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:25
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:25
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:25
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:25
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:25
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:25
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:25
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:25

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:25
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2) 389. mál - viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi Kl. 09:25
Á fund nefndarinnar mættu Inga Helga Sveinsdóttir og Guðni Rúnar Gíslason frá Þjóðskrá Íslands. Þau gerðu grein fyrir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Frá Embætti landlæknis mættu Lilja Rún Sigurðardóttir og Anna Björg Aradóttir. Þær gerðu grein fyrir umsögn embættisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu Guðbjörg Pálsdóttir og Aðalbjörg Finnbogadóttir frá Félagi íslenskra hjúkrunafræðinga. Þær gerðu grein fyrir umsögn félagsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu jafnframt Unnur Pétursdóttir frá Félagi sjúkraþjálfara og Þorbjörg Guðjónsdóttir frá námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands. Þær gerðu grein fyrir umsögnum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Elmar Hallgrímsson frá Samiðn, Kristján Þórður Snæbjarnarson frá Rafiðnaðarsambandi Íslands, Lilja Sæmundsdóttir frá Félagi hársnyrtisveina, Halldór Arnar Guðmundsson frá Félagi vélstjóra- og málmiðnaðarmanna og Óskar Hafnfjörð Gunnarsson frá MATVÍS. Þau gerðu grein fyrir sameiginlegri umsögn félaganna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15