41. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. janúar 2020 kl. 09:10


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:20
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:10

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir stýrði fundi í fjarveru 1. varaformanns.

Páll Magnússon boðaði forföll
Steinunn Þóra Árnadóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Anna Kolbrún Árnadóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Birgir Ármannsson og Helgi Hrafn Gunnarsson viku af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 330. mál - breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mætti Daði Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Hann gerði grein fyrir minnisblaði ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 331. mál - samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 09:10
Fjallað var um málið undir 2. dagskrárlið.

4) 458. mál - fjölmiðlar Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mættu Elfa Ýr Gylfadóttir og Anton Emil Ingimarsson frá Fjölmiðlanefnd. Þau gerðu grein fyrir umsögn nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti Arnþrúður Karlsdóttir frá Útvarpi sögu. Hún gerði grein fyrir umsögn miðilsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

Frá Sýn mættu Páll Ásgrímsson, Þórir Gunnarsson og Þórhallur Gunnarsson. Þeir gerðu grein fyrir umsögn miðilsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar mættu jafnframt Eyrún Magnúsdótir og Þórður Snær Júlíusson frá Kjarnanum. Þau gerðu grein fyrir umsögn Kjarnans og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Hörður Kristjánsson og Vilmundur Hansen frá Bændablaðinu, Guðni Gíslason frá Fjarðarfréttum, Olga Björt Þórðardóttir frá Hafnfirðingi, Auðun Georg Ólafsson frá Kópavogsblaðinu, Hilmar Gunnarsson frá Mosfellingi og Gunnar Gunnarsson frá Útgáfufélagi Austurlands. Þau gerðu grein fyrir umsögnum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 47. mál - þjóðsöngur Íslendinga Kl. 11:25
Dagskrárlið frestað.

6) 48. mál - áfengislög Kl. 11:25
Dagskrárlið frestað.

7) 50. mál - Kristnisjóður o.fl. Kl. 11:25
Dagskrárlið frestað.

8) 57. mál - stjórnartíðindi og Lögbirtingablað Kl. 11:25
Dagskrárlið frestað.

9) Önnur mál Kl. 11:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25