44. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. febrúar 2020 kl. 15:05


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:05
Halla Gunnarsdóttir (HallaG), kl. 15:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:05
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 15:05

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 15:40.
Helgi Hrafn Gunnarsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.

2) 362. mál - vernd uppljóstrara Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar mættu Elfa Ýr Gylfadóttir og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir frá Fjölmiðlanefnd. Þær gerðu grein fyrir umsögn nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mætti Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands. Hann gerði grein fyrir umsögn ASÍ og svaraði spurningum nefndarmanna.

Frá Gagnsæi - samtökum um spillingu mætti Halldór Auðar Svansson sem gerði grein fyrir umsögn samtakanna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fundinn mætti enn fremur Árni Múli Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Hann gerði grein fyrir umsögn samtakanna og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, gerði grein fyrir umsögn og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 422. mál - almenn hegningarlög Kl. 15:15
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið verði sent til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

4) 389. mál - viðurkenning á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi Kl. 15:15
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa allir viðstaddir nefndarmenn. Helgi Hrafn Gunnarsson skrifaði undir álitið með fyrirvara og samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

5) 252. mál - íslenskur ríkisborgararéttur Kl. 15:20
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti standa allir viðstaddir nefndarmenn. Helgi Hrafn Gunnarsson skrifaði undir álitið með fyrirvara og samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis

6) 119. mál - barnalög Kl. 15:15
Tillaga um að Helgi Hrafn Gunnarsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið verði sent til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

7) 140. mál - meðferð sakamála Kl. 15:15
Tillaga um að Anna Kolbrún Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið verði sent til umsagnar með þriggja vikna fresti var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 15:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:40