45. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 6. febrúar 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Halla Gunnarsdóttir (HallaG), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:00

Helgi Hrafn Gunnarsson var fjarverandi sökum annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 458. mál - fjölmiðlar Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu Aðalsteinn Gunnarsson og Björn Sævar Einarsson frá Bindindissamtökunum IOGT. Þeir gerðu grein fyrir umsögn samtakanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu jafnframt Haraldur Johannessen og Sigurbjörn Magnússon frá Árvakri. Þeir gerðu grein fyrir umsögn félagsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti Ísak Einar Rúnarsson frá Viðskiptaráði Íslands. Hann gerði grein fyrir umsögn ráðsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20