50. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. febrúar 2020 kl. 15:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:15
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 15:00

Helgi Hrafn Gunnarsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerðir funda nr. 46, 47 og 48 voru samþykktar.

2) 470. mál - dómstólar o.fl. Kl. 15:10
Á fund nefndarinnar kom Haukur Birgisson formaður Endurupptökunefndar. Hann gerði grein fyrir umsögn nefndarinnar og svaraði spurningum nefndarmanna.

Á fund nefndarinnar kom Kristín Edwald hæstaréttarlögmaður. Hún gerði grein fyrir sínum sjónarmiðum og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 330. mál - breyting á ýmsum lögum vegna samvinnu stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 15:30
Á fund nefndarinnar komu Þuríður Árnadóttir og Ýr Vésteinsdóttir frá Sýslumannafélagi Íslands. Þær gerðu grein fyrir sjónarmiðum félagsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 331. mál - samvinna stjórnvalda á Evrópska efnahagssvæðinu um neytendavernd Kl. 15:45
Dagskrárlið frestað.

5) 278. mál - bætur vegna ærumeiðinga Kl. 15:45
Dagskrárlið frestað.

6) 555. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 15:50
Nefndin ræddi málið.

7) 307. mál - dómtúlkar Kl. 15:55
Tillaga um að Anna Kolbrún Árnadóttir yrði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið yrði sent til til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 15:55
Nefndin ræddi áætlun um meðferð mála hjá nefndinni.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00