58. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 24. mars 2020 kl. 09:30


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:30

Nefndarritarar:
Björn Freyr Björnsson
Klara Óðinsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 697. mál - almannavarnir Kl. 09:30
Nefndin ræddi við Bryndísi Gunnlaugsdóttur og Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í gegnum fjarfundabúnað. Þær gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi enn fremur við Dagnýju Aradóttur Pind frá BSRB, Ernu Guðmundsdóttur frá BHM og Magnús Norðdahl frá ASÍ í gegnum fjarfundabúnað. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Ragnar Þór Pétursson, Önnu M. Gunnarsdóttur og Önnu Rós Sigmundsdóttur frá Kennarasambandi Íslands í gegnum fjarfundabúnað. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Ölmu D. Möller landlækni og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra í gegnum fjarfundabúnað. Þær gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10