56. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 09:10


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:10
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:10
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:10

Anna Kolbrún Árnadóttir tók þátt í fundinum gegnum fjarfundabúnað.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 55. fundar samþykkt.

2) 317. mál - þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta Kl. 09:10
317. máli var vísað til nefndarinnar milli 2. og 3. umræðu. Nefndin aflaði upplýsinga frá forsætisráðuneytinu, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og óbyggðanefnd vegna málsins.

Tillaga um afgreiðslu málsins frá nefndinni án nefndarálits var samþykkt.

3) 362. mál - vernd uppljóstrara Kl. 09:15
Páll Magnússon, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Jón Steindór Valdimarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórarinn Ingi Pétursson samþykktu að málið yrði afgreitt frá nefndinni. Helgi Hrafn sat hjá við afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meirihluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Jón Steindór Valdimarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þórarinn Ingi Pétursson. Helgi Hrafn Gunnarsson boðaði minnihlutaálit.

4) 470. mál - dómstólar o.fl. Kl. 09:35
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 09:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:40