62. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, miðvikudaginn 22. apríl 2020 kl. 08:30


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 08:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 08:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 08:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 08:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 08:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 08:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 08:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:30

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Klara Óðinsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerðir 57., 58., 59. 60. og 61. fundar voru samþykktar.

2) 722. mál - breyting á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 08:35
Nefndin ræddi við Þorstein Gunnarsson frá Útlendingastofnun í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi enn fremur við Vigdísi Evu Líndal frá Persónuvernd í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Breka Karlsson frá Neytendasamtökunum í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi við Huldu Elsu Björgvinsdóttur frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Ólaf Hauksson héraðssaksóknara í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Berglindi Svavarsdóttur og Geir Gestsson frá Lögmannafélagi Íslands í gegnum fjarfundabúnað. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Brynjar Kvaran frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:30


Fundi slitið kl. 10:30