65. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 5. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:50
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:25
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði seinkun.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 64. fundar var samþykkt.

2) 643. mál - forvarnir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun fyrir árin 2021--2025 Kl. 09:05
Nefndin ræddi við Herdísi Sólborgu Haraldsdóttur og Rósu Guðrúnu Erlingsdóttur frá forsætisráðuneytinu í gegnum fjarfundabúnað. Þær kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Margréti Steinarsdóttur frá mannréttindaskrifstofu Íslands auk Önnu Láru Steindal og Ingu Bjarkar Margrétar Bjarnadóttur frá Þroskahjálp. Þær gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 159. mál - meðferð einkamála Kl. 10:10
Nefndin ræddi við Kjartan Bjarna Björgvinsson frá dómarafélaginu í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Geir Gestsson frá Lögmannafélagi Íslands í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Hjálmar Jónsson frá blaðamannafélagi Íslands í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Ásthildi Lóu Þórsdóttur og Guðmund Ásgeirsson í gegnum fjarfundabúnað. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 707. mál - barnalög Kl. 10:40
Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

5) 708. mál - staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl. Kl. 10:40
Tillaga um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

6) 733. mál - aðgerðir í þágu námsmanna vegna COVID-19 Kl. 10:40
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að málið yrði sent til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00