77. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. júní 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 11:25. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 11:48.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Pétur Hrafn Hafstein

Anna Kolbrún Árnadóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl. og framlengd tvívegis á þingfundum 14. apríl og 30. apríl sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 76. fundar var samþykkt.

2) 815. mál - gjaldþrotaskipti Kl. 09:00
Nefndin ræddi málið.

Kl. 09:15
Nefndin ræddi við Jón Þór Ólason í gegnum fjarfundabúnað sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 814. mál - tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar atvinnufyrirtækja Kl. 09:45
Nefndin ræddi við Þóreyju S. Þórðardóttur, Ólaf Sigurðsson, Kristján Geir Pétursson og Árna Hrafn Gunnarsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Ólöfu Marín Úlfarsdóttur og Halldóru Káradóttur frá fjármála- og áhættustýringasviði Reykjavíkurborgar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

4) 710. mál - kyrrsetning, lögbann o.fl. Kl. 10:15
Nefndin ræddi við Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti í gegnum fjarfundabúnað sem kynnti málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 717. mál - útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga Kl. 10:20
Nefndin ræddi við Gunnlaug Geirsson, Rósu Dögg Flosadóttur og Hönnu Rún Sverrisdóttur frá dómsmálaráðuneyti í gegnum fjarfundabúnað. Gestir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 329. mál - Menntasjóður námsmanna Kl. 11:28
Nefndin ræddi málið.

Nefndin ræddi við Hrafnhildi Ástu Þorvaldsdóttur frá Lánasjóði íslenskra námsmanna í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Tillaga um að afgreiða málið var samþykkt. Guðmundur Andri Thorsson og Helgi Hrafn Gunnarsson sátu hjá.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Páll Magnússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Birgir Ármannsson skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Andri Thorsson og Helgi Hrafn Gunnarsson boðuðu sérálit.

7) Önnur mál Kl. 09:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10