78. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 5. júní 2020 kl. 13:05


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 13:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:05

Páll Magnússon og Anna Kolbrún Árnadóttir boðuðu forföll. Steinunn Þóra Árnadóttir vék af fundi kl. 14:40.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerð 77. fundar var samþykkt.

2) 708. mál - staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl. Kl. 13:05
Nefndin ræddi við Guðmund Þór Guðmundsson og Brynju D. G. Briem frá Biskupsstofu í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Ingu Auðbjörgu Kristjánsdóttur Straumland í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Hjalta Rúnar Ómarsson og Sindra Guðjón Sindrason frá Vantrú í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 814. mál - tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar atvinnufyrirtækja Kl. 13:50
Nefndin ræddi við Skarphéðin Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Gylfa Magnússon og Ásgeir Brynjar Torfason í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 15:00
Nefndin ræddi stöðu mála í nefndinni.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:05