80. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. júní 2020 kl. 15:05


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:05
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:05

Páll Magnússon boðaði forföll. Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 16:00.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Anna Kolbrún Árnadóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl., framlengd á þingfundum 14. apríl og 30. apríl sl. og endurnýjuð á þingfundi 8. júní sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerð 79. fundar var samþykkt.

2) 815. mál - gjaldþrotaskipti Kl. 15:05
Dagskrárlið frestað.

3) 708. mál - staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl. Kl. 15:06
Nefndin ræddi við Hilmar Örn Hilmarsson frá Ásatrúarfélaginu í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 715. mál - breyting á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna Kl. 15:30
Nefndin ræddi við Aðalstein Þorsteinsson frá Byggðastofnun í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Valgerði Rún Benediktsdóttur og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Björgu Finnbogadóttur og Tryggva Má Ingvarsson frá Þjóðskrá Íslands í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Jafnframt ræddi nefndin við Margréti Arnheiði Jónsdóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Erlu Arnardóttur og Friðrik Ársælsson frá Arion banka í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Hauk Sigmarsson frá Eleven Experience á Íslandi í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ennfremur ræddi nefndin við Stefán Skjaldarson, Eddu Símonardóttur og Matthildi Magnúsdóttur frá Skattinum í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að auki ræddi nefndin við Ólaf Þór Hauksson frá héraðssaksóknara í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Gunnar Þorgeirsson frá Bændasamtökum Íslands í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmið við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 17:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:55