81. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. júní 2020 kl. 09:15


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 11:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:15
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:15
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:25
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:25
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:15
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:15

Páll Magnússon tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Anna Kolbrún Árnadóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl., framlengd á þingfundum 14. apríl og 30. apríl sl. og endurnýjuð á þingfundi 8. júní sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 80. fundar var samþykkt.

2) 715. mál - breyting á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna Kl. 09:15
Nefndin ræddi við Elías Blöndal Guðjónsson og Jón Helga Björnsson frá Landssambandi veiðifélaga í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Gísla Ásgeirsson frá Veiðiklúbbnum Streng og Hildi Þórarinsdóttur í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Ögmund Jónasson í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Víði Smára Petersen og Guðjón Ármannsson frá Lex lögmannsstofu í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Öglu Eir Vilhjálmsdóttur og Jón Birgi Eiríksson frá Viðskiptaráði Íslands og fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 707. mál - barnalög Kl. 11:15
Nefndin ræddi við Þóru Jónsdóttur frá Barnaheillum í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 814. mál - tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar atvinnufyrirtækja Kl. 11:35
Framsögumaður málsins, Páll Magnússon, kynnti drög að nefndaráliti ásamt breytingartillögum. Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Birgir Ármannsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson með fyrirvara, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir með fyrirvara.

5) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05