82. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 12. júní 2020 kl. 09:15


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:15
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:15
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:20

Páll Magnússon, Anna Kolbrún Árnadóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 81. fundar var samþykkt.

2) 707. mál - barnalög Kl. 09:15
Nefndin ræddi við Heiðrúnu Björgu Pálmadóttur og Guðrúnu Þorleifsdóttur frá Barnaverndarstofu í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Arndísi Soffíu Sigurðardóttur frá Sýslumannafélagi Íslands og Eyrúnu Guðmundsdóttur frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Valgerði Rún Benediktsdóttur, Maríu Ingibjörgu Kristjánsdóttur og Kolfinnu Tómasdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Helgu Guðmundsdóttur frá Fljótsdalshéraði. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Önnu Láru Stefánsdóttur frá Landssamtökum Þroskahjálpar í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Enn fremur ræddi nefndin við Elínu Ölmu Arthursdóttur og Jens Svansson frá Skattinum í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að auki ræddi nefndin við Þóri H. Gunnarsson og Þóri Ólason frá Tryggingastofnun ríkisins í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Indriða Ármannsson og Soffíu Felixdóttur frá Þjóðskrá Íslands í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 11:10
Samþykkt var að fundur þriðjudaginn 16. júní nk. yrði framlengdur til 12:00.

Nefndin ræddi stöðu mála.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15