85. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 19. júní 2020 kl. 13:05


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 13:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:20

Anna Kolbrún Árnadóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson boðuðu forföll. Páll Magnússon tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerð 84. fundar var samþykkt.

2) 707. mál - barnalög Kl. 13:05
Nefndin ræddi við Guðnýju Björk Eydal frá félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Lúðvík Júlíusson í gegnum fjarfundabúnað sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Steinunni Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Júlí Ósk Antonsdóttur frá lögmönnum Norðurlandi í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Guðríði Bolladóttur frá umboðsmanni barna í gegnum fjarfundabúnað. Hún gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 815. mál - gjaldþrotaskipti Kl. 14:35
Nefndin ræddi við Þorvald Heiðar Þorsteinsson og Bryndísi Helgadóttur frá dómsmálaráðuneyti í gegnum fjarfundabúnað. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 715. mál - breyting á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna Kl. 15:05
Framsögumaður málsins, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti ásamt breytingartillögum. Nefndin fjallaði um málið.

5) 278. mál - bætur vegna ærumeiðinga Kl. 15:35
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 15:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:35