86. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 20. júní 2020 kl. 09:50


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:55
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:50
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:50
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:50
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:55
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:50
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:50
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:55
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:50

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Páll Magnússon og Anna Kolbrún Árnadóttir tóku þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl., framlengd á þingfundum 14. apríl og 30. apríl sl. og endurnýjuð á þingfundi 8. júní sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:50
Fundargerð 85. fundar var samþykkt.

2) 715. mál - breyting á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Anna Kolbrún Árnadóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir lögðust gegn því að málið verði afgreitt úr nefndinni.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

3) 278. mál - bætur vegna ærumeiðinga Kl. 10:10
Framsögumaður málsins, Birgir Ármannsson, kynnti drög að nefndaráliti með breytingartillögu. Nefndin fjallaði um málið.

4) Önnur mál Kl. 10:25
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25