90. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 25. júní 2020 kl. 09:35


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:35
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:35
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:35
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:35
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:50
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:35

Birgir Ármannsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Anna Kolbrún Árnadóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl., framlengd á þingfundum 14. apríl og 30. apríl sl. og endurnýjuð á þingfundi 8. júní sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:35
Fundargerð 89. fundar var samþykkt.

2) 708. mál - staða, stjórn og starfshættir þjóðkirkjunnar o.fl. Kl. 09:35
Nefndin ræddi við Hauk Guðmundsson frá dómsmálaráðuneyti í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 278. mál - bætur vegna ærumeiðinga Kl. 09:55
Nefndin ræddi við Helga Magnús Gunnarsson frá ríkissaksóknara í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Einnig ræddi nefndin við Eirík Jónsson formann nefndar um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis í gegnum fjarfundabúnað. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Veiting ríkisborgararéttar Kl. 10:55
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00