64. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2020 kl. 15:30


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:30
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:30
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 15:30

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:30
Fundargerðir 62. og 63. fundar voru samþykktar.

2) Viðbrögð stjórnvalda við auknu heimilisofbeldi í kórónuveirufaraldrinum Kl. 15:30
Nefndin fjallaði um viðbrögð stjórnvalda við fréttum af auknu heimilisofbeldi í kórónuveirufaraldrinum og ræddi af því tilefni við Huldu Elsu Björgvinsdóttur frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, Ólaf Hauksson héraðssaksóknara, Sigríði J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, Heiðu Björgu Pálmadóttur frá barnaverndarstofu, Regínu Ásvaldsdóttur frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar, Sigþrúði Guðmundsdóttur frá kvennaathvarfinu, Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Hinriku Söndru Ingimundardóttur og Svölu Ísfeld frá dómsmálaráðuneytinu.

3) 715. mál - breyting á ýmsum lögum er varða eignarráð og nýtingu fasteigna Kl. 17:10
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti var samþykkt.

4) Önnur mál Kl. 17:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:10