3. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 14. október 2020 kl. 16:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 16:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 16:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 16:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 16:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 16:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 16:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 16:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 16:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 16:00

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:00
Fundargerð 2. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá forsætisráðherra á 151. löggjafarþingi (2020-2021) Kl. 08:10
Nefndin fékk á sinn fund Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Hafdísi Ólafsdóttur og Bryndísi Hlöðversdóttur frá forsætisráðuneyti. Forsætisráðherra kynnti þingmálaskrá sína fyrir 151. löggjafarþing og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Kosning 2. varaformanns Kl. 16:00
Nefndin samþykkti tillögu Páls Magnússonar formanns um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði 2. varaformaður.

4) 80. mál - Þingsköp Alþingis Kl. 16:20
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) 14. mál - jöfn staða og jafn réttur kynjanna Kl. 16:23
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 15. mál - stjórnsýsla jafnréttismála Kl. 16:24
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 20. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 16:24
Tillaga um að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) 21. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði Kl. 16:24
Tillaga um að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

9) 22. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 16:24
Tillaga um að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

10) 161. mál - mannanöfn Kl. 16:25
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

11) 136. mál - höfundalög Kl. 16:25
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

12) Önnur mál Kl. 16:25
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:30