12. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 12. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 09:45.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 11. fundar var samþykkt.

2) 211. mál - bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Heiðu Björg Pálmadóttur og Ingva Snær Einarsson frá Barnaverndarstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Guðríði Bolladóttur frá Umboðsmanni barna sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Svavar Pálsson og Halldór Þormar Halldórsson frá sýslumanninum á Norðurlandi eystra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

3) 205. mál - þinglýsingalög Kl. 09:45
Nefndin ræddi við Rún Knútsdóttur og Maríu Dungal frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Ólaf Sigurðsson og Helgu Láru Hauksdóttur frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Jónu Björk Guðnadóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 09:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50