13. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 16. nóvember 2020 kl. 15:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:50
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 15:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 15:00

Steinunn Þóra Árnadóttir boðaði seinkun vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargeðr 12. fundar var samþykkt.

2) 207. mál - skráning einstaklinga Kl. 15:00
Nefndin ræddi við Leó Örn Þorleifsson frá Vinnumálastofnun - Fæðingarorlofssjóð sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Björgu Finnbogadóttur, Guðna Rúnar Gíslason og Soffíu Felixdóttur frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 211. mál - bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum Kl. 15:23
Nefndin ræddi við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur og Báru Brynjólfsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur og Þór Garðar Þórarinsson frá félagsmálaráðuneyti, Unu Björk Ómarsdóttur frá forsætisráðuneyti og Guðmund Bjarna Ragnarsson frá dómsmálaráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 14. mál - jöfn staða og jafn réttur kynjanna Kl. 16:00
Nefndin ræddi við Bryndísi Elfu Valdemarsdóttur frá Akureyrarbæ sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands, Andra Val Ívarsson og Þórunni Sveinbjarnardóttur frá Bandalagi háskólamanna og Dagnýju Aradóttur frá BSRB. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Einnig ræddi nefndin við Katrínu Björg Ríkarðsdóttur og Jón Fannar Kolbeinsson frá Jafnréttisstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Tatjönu Latinovic, Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur og Helgu Dögg Björgvinsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands.

Samhliða var fjallað um 5. dagskrárlið.

5) 15. mál - stjórnsýsla jafnréttismála Kl. 16:00
Nefndin ræddi við Bryndísi Elfu Valdemarsdóttur frá Akureyrarbæ sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands, Kareni Ósk Pétursdóttur, Andra Val Ívarsson og Þórunni Sveinbjarnardóttur frá Bandalagi háskólamanna og Dagnýju Aradóttur frá BSRB. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Einnig ræddi nefndin við Katrínu Björg Ríkarðsdóttur og Jón Fannar Kolbeinsson frá Jafnréttisstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Tatjönu Latinovic, Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur og Helgu Dögg Björgvinsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands.

Samhliða var fjallað um 4. dagskrárlið.

6) 116. mál - launasjóður íslensks afreksíþróttafólks Kl. 17:34
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 101. mál - meðferð einkamála Kl. 17:34
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) 241. mál - almenn hegningarlög Kl. 17:34
Tillaga um að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

9) 81. mál - mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum Kl. 17:34
Tillaga um að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

10) 230. mál - útlendingar Kl. 17:34
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

11) Önnur mál Kl. 17:37
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:37