16. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 19. nóvember 2020 kl. 09:25


Mætt:

Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:25
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:25
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:25
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:25
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:25
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:25

Páll Magnússon og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðuðu forföll. Þorsteinn Sæmundsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:25
Dagskrálið frestað.

2) 14. mál - jöfn staða og jafn réttur kynjanna Kl. 09:25
Nefndin ræddi við Brynju E. Halldórsdóttur frá jafnréttisnefnd Háskóla Ísland sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Nefndin ræddi við Derek T. Allen frá Landssamtökum íslenskra stúdenta sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarinnar.

Nefndin ræddi við Sigrúnu Birnu Björnsdóttur og Hönnu Björk Vilhjálmsdóttur frá Kennarasambandi Íslands og Stellu Samúelsdóttur frá UN Women Ísland. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 205. mál - þinglýsingalög Kl. 10:03
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndarálitinu standa Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Páll Magnússon skrifar undir álitið samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) 266. mál - Schengen-upplýsingarkerfið á Íslandi Kl. 10:05
Tillaga um að Birgir Ármannson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) 267. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:05
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) 278. mál - menntastefna 2020--2030 Kl. 10:05
Tillaga um að Silja Dögg Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 82. mál - skráning einstaklinga Kl. 10:05
Tillaga um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10