18. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 24. nóvember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ) fyrir Þorstein Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:20
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:50

Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 09:50-10:15.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 17. fundar var samþykkt.

2) 80. mál - Þingsköp Alþingis Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Daníel E. Arnarsson frá Samtökunum ´78 sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Jón Fannar Kolbeinsson frá Jafnréttisstofu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Tatjönu Latinovic og Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Þórhall Vilhjálmsson og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá lagaskrifstofu Alþingis. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 20. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 09:55
Nefndin ræddi við Steinunni Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Guðríði Bolladóttur frá Umboðsmanni barna sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Daníel E. Arnarsson frá Samtökunum ´78 sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 21. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði Kl. 10:20
Nefndin ræddi við Daníel E. Arnarsson frá Samtökunum ´78 sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Sigríði Ólöfu Guðmundsdóttur frá Mosfellsbæ sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25