20. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 27. nóvember 2020 kl. 09:05


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:15
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:05
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 10:40
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:05
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:05

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:25 vegna annarra þingstarfa. Þórunn Egilsdóttir vék af fundi kl. 10:30 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) 204. mál - barnalög Kl. 09:05
Nefndin ræddi við Þorbjörgu Þorvaldsdóttur og Daníel E. Arnarsson frá Samtökunum ´78, Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur frá Trans Íslandi, Svandísi Önnu Sigurðardóttur frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 22. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 09:35
Nefndin ræddi við Guðríði Bolladóttur frá umboðsmanni barna og Þóru Jónsdóttur frá Barnaheillum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Måns Molander frá Human Rights Watch sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Steinunni Bergmann og Helgu Sól Ólafsdóttur frá Félagsráðgjafafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:40
Þá ræddi nefndin við Kitty Anderson frá Intersex Íslandi, Daníel E. Arnarsson og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur frá Samtökunum ´78 og Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur frá Trans Íslandi.

4) 14. mál - jöfn staða og jafn réttur kynjanna Kl. 10:25
Nefndin ræddi málið.

Samhliða var fjallað um 5. dagskrárlið.

5) 15. mál - stjórnsýsla jafnréttismála Kl. 10:25
Nefndin ræddi málið.

Samhliða var fjallað um 4. dagskrárlið.

6) 110. mál - minningardagur um fórnarlömb helfararinnar Kl. 10:27
Tillaga um að Guðmundur Andri Thorsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) 106. mál - skákkennsla í grunnskólum Kl. 10:28
Tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

8) Heiðurslaun listamanna Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um veitingu heiðurslauna skv. lögum nr. 66/2012. Tekin var ákvörðun um að leita umsagnar hjá nefnd skv. 2. mgr. 3. gr. laganna um þá listamenn sem til greina kemur að njóti heiðurslauna Alþingis.

9) Önnur mál Kl. 10:36
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:12