24. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 4. desember 2020 kl. 13:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 13:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:35
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 13:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 13:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 13:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 13:00

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 13:30.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) 14. mál - jöfn staða og jafn réttur kynjanna Kl. 13:00
Nefndin ræddi við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Rán Ingvarsdóttur frá forsætisráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið.

3) 15. mál - stjórnsýsla jafnréttismála Kl. 13:00
Nefndin ræddi við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Rán Ingvarsdóttur frá forsætisráðuneyti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrárlið.

4) 204. mál - barnalög Kl. 13:45
Nefndin ræddi við Björgu Finnbogadóttur, Soffíu Felixdóttur og Karen Eddu Benediktsdóttur frá Þjóðskrá Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 22. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 14:00
Nefndin ræddi við Ragnar Grím Bjarnason barnainnkirtlalækni sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Birnu Þórarinsdóttur frá UNICEF sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi málið.

6) 132. mál - almenn hegningarlög Kl. 14:35
Nefndin ræddi við Steinunni Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) 11. mál - barnalög Kl. 14:40
Nefndin ræddi við Steinunni Bergmann frá Félagsráðgjafafélagi Íslands og Guðnýju Björk Eydal og Sigrúnu Júlíusdóttur frá Félagsráðgjafardeild Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Þóru Jónsdóttur frá Barnaheillum sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Heiðu Björgu Pálmadóttur og Ingva Snæ Einarsson frá Barnaverndarstofu. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Hlé var gert á fundi kl. 15:35-15:45.

8) 20. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 15:45
Framsögumaður málsins, Steinunn Þóra Árnadóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Þorsteinn Sæmundsson sat hjá við afgreiðslu þess.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Páll Magnússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Birgir Ármannsson, Þórunn Egilsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

9) 21. mál - breyting á ýmsum lögum vegna laga um kynrænt sjálfræði Kl. 15:50
Framsögumaður málsins, Steinunn Þóra Árnadóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Þorsteinn Sæmundsson sat hjá við afgreiðslu þess.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Birgir Ármannsson, Þórunn Egilsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar undir álitið í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

10) Önnur mál Kl. 13:30
Kl. 13:30 og kl. 15:55
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:15