26. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 10. desember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:09
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:08

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

2) 11. mál - barnalög Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Öglu Smith frá Tryggingastofnun ríkisins sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Brynhildi Heiðar- og Ómarsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Einnig ræddi nefndin við Hilmar G. Þorsteinsson og Heimi Hilmarsson frá Félagi um foreldrajafnrétti. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 211. mál - bætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum Kl. 09:30
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti með breytingartillögu.

4) 310. mál - listamannalaun Kl. 09:35
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Þorsteinn Sæmundsson sat hjá við afgreiðslu þess.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Páll Magnússon, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

5) 207. mál - skráning einstaklinga Kl. 09:38
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti með breytingartillögu.

6) 223. mál - framsal sakamanna og önnur aðstoð í sakamálum Kl. 09:40
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Páll Magnússon, Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.

7) 22. mál - kynrænt sjálfræði Kl. 09:41
Nefndin ræddi málið.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Þorsteinn Sæmundsson samþykkti ekki afgreiðslu þess.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Páll Magnússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

8) Heiðurslaun listamanna Kl. 10:00
Nefndin ræddi málið.

Nefndin afgreiddi breytingartillögu við fjárlög 2021 um skiptingu heiðurslauna listamanna.

9) Önnur mál Kl. 10:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25