27. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 15. desember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:50
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:30

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

2) 11. mál - barnalög Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Önnu Láru Steindal frá Landssamtökunum Þroskahjálp sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Lúðvík Júlíusson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi auk þess við Sigurveigu Þórhallsdóttur frá umboðsmanni barna sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Loks ræddi nefndin við Dögg Pálsdóttur sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 136. mál - höfundalög Kl. 10:15
Nefndin ræddi við Kristin Halldór Einarsson frá Blindrafélaginu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Sædísi Ósk Harðardóttur, Sigrúnu Huld Auðunsdóttur og Lilju Guðrúnu Björnsdóttur frá Félagi íslenskra sérkennara. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks ræddi nefndin við Halldór Þ. Birgisson og Heiðar Inga Svansson frá Félagi íslenskra bókaútgefanda. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 14. mál - jöfn staða og jafn réttur kynjanna Kl. 10:50
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Birgir Ármannsson skrifar undir álitið með fyrirvara.

Samhliða var fjallað um 5. dagskrárlið.

5) 15. mál - stjórnsýsla jafnréttismála Kl. 10:50
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Birgir Ármannsson skrifar undir álitið með fyrirvara.

Samhliða var fjallað um 4. dagskrárlið.

6) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05