34. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 19. janúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:40
Helga Vala Helgadóttir (HVH) fyrir Guðmund Andra Thorsson (GuðmT), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 10:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Helga Vala Helgadóttir vék af fundi kl. 10:45.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 33. fundar var samþykkt.

2) 267. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Emblu Guðrúnu Ágústsdóttur frá Tabú og Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Önnu Láru Steindal frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk einnig á sinn fund Þorvald Heiðar Þorsteinsson frá dómsmálaráðuneyti og Maríu Rún Bjarnadóttur lögfræðing. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 266. mál - Schengen-upplýsingarkerfið á Íslandi Kl. 09:55
Nefndin fékk á sinn fund Sigurgeir Sigmundsson og Úlfar Lúðvíksson frá lögreglunni á Suðurnesjum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 161. mál - mannanöfn Kl. 10:10
Nefndin fékk á sinn fund Ármann Jakobsson sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin fékk jafnframt á sinn fund Guðrúnu Kvaran sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55