36. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 26. janúar 2021 kl. 09:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:00

Silja Dögg Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:45 vegna annarra þingstarfa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vék af fundi kl. 10:50 vegna annarra þingstarfa. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Birgir Ármannsson véku af fundi kl. 11:13 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Hildur Edwald

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 35. fundar var samþykkt.

2) 267. mál - almenn hegningarlög Kl. 09:00
Nefndin ræddi við Ragnheiði Bragadóttur prófessor við lagadeild Háskóla Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 266. mál - Schengen-upplýsingarkerfið á Íslandi Kl. 09:30
Nefndin ræddi við Ólaf Þ. Hauksson héraðssaksóknara sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Karl Steinar Valsson, Sólberg Svan Bjarnason, Hildi Eddu Einarsdóttur og Birgi Sigurðsson frá ríkislögreglustjóra. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 278. mál - menntastefna 2020--2030 Kl. 09:55
Nefndin ræddi við Jóhönnu Ásgeirsdóttur og Sylvíu Lind Birkiland frá Landssamtökum íslenskra stúdenta. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi jafnframt við Júlíus Viggó Ólafsson, Söru Dís Rúnarsdóttur, Sigvalda Sigurðarson og Hildi Björgvinsdóttur frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Ragnar Þór Pétursson og Önnu Maríu Gunnarsdóttur frá Kennarasambandi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Söru Dögg Svanhildardóttur frá Samtökum sjálfstætt starfandi skóla sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 443. mál - almannavarnir Kl. 11:14
Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með vikufresti var samþykkt.

6) 365. mál - lögreglulög o.fl. Kl. 10:30
Tillaga um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

7) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15